Mörk og mæri

mm23

 

Fór í göngutúr í sólskininu á föstudaginn. Gekk stóran Neshring og aldrei þessu vant mundi ég eftir því að hafa myndavélina með. Fegurðin var ólýsanleg og.... getur verið að ég hafi heyrt í Lóu? Ég snar-stansaði og þegar ég leit upp sá ég bara Starra.  Var skrattakollurinn að gera grín að mér og herma eftir Lóunni? Finnst eins og ég hafi heyrt að hann geri þetta stundum. 

Tók glás af myndum í fjörunni. Varð allt í einu yfirmáta heimspekileg og fór að hugsa um mörk og mæri. Hvar byrjar eitt og endar annað ? Hver hefur umboð til að draga þá línu? Hvar eru mörk ljóss og skugga, himins og hafs, náttúru og mannvirkja, hafs og lands. Afraksturinn er í myndamöppunni " Mörk og mæri" hér á síðunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband