Aprílnúðlur

DSC_0814

 

 

 

 

 

Í þessum grimmasta mánuði ársins, þegar vor og vetur stríða daglega um yfirráð lofthjúpsins, getur skipt sköpum fyrir viðkvæmar verur að njóta matar sem er seðjandi bæði fyrir sál og líkama. Þessi réttur er akkúrat þannig. Ekki skiptir öllu máli hvaða fiskur eða grænmeti er notað, ef ferskri myntu og öðru kryddmeti er haldið til haga með núðlunum.

 

250g núðlur
300 g skötuselur
2 hvítlauksgeirar
1 rauður chili
1 tsk sykur
safi af 1/2 súraldini eða sítrónu
2 cm biti af ferskum engifer
1 búnt vorlaukur
1 gulrót
1/2 rauð paprika
2 dl frosnar grænar baunir
hnefafylli af ferskri myntu
2-3 msk ostrusósa


1.
Sjóðið eggjanúðlurnar eftir leiðbeiningum á pakka. Sigtið vatnið svo frá og skolið núðlurnar í köldu vatni.

2.
Skerið fiskinn í þumlungsstóra bita.  Saxið hvítlauk og chili fínt, setjið í litla skál og hrærið sykri saman við. Hitið olíu á pönnu og steikið hvítlauksblönduna ásamt fiskbitunum í 2-3 mínútur. Takið af pönnunni , kreistið sítrónusafa yfir og setið til hliðar.

3.
Skerið grænmetið smátt og rífið engiferinn. Hitið olíu á pönnu og snöggsteikið grænmetið og engiferinn.  Setjið því næst núðlurnar út á pönnuna ásamt baununum. Steikið áfram í 2-3 mínútur, setjið þá fiskinn og safann með honum útá ásamt ostrusósunni og saxaðri myntunni. Veltið öllu saman og steikið áfram í 2-3 mínútur.  Setjið í skálar og njótið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband