Mangó og tófúsalat

tofumango

 

 

 

 

 

 

Eurovison, Listahátíð, kosningar: Þetta verður frábær helgi og í tilefni hennar býð ég upp á uppskrift af rauðgullnu sigursalati handa Eiríki okkar rauða.

Það er eitthvað við þetta salat sem framkallar í huganum myndir af blómsveigum, strápilsum og húlla-húlladansi. Með öðrum orðum þá er hér ómótstæðilegur hollustukostur stútfullur af fjöri og ferskleika sem þjóðin hlýtur að kjósa fram yfir allt.  

 

425 g stíft tófú (þerrað vel og skorið í sneiðar), 2 msk tamarisósa, 4 msk ólífuolía, 2 msk sesamfræ,1 poki klettasalatsblanda, 5-6 sneiðar af niðursoðinni rauðrófu (skornar í strimla),1 mangóávöxtur (þroskaður en ekki linur, skorinn í sneiðar),1 lítill rauður laukur (skorinn í örþunna fleyga), salt og nýmalaður pipar.

Sósa:2 msk lögur af niðursoðnum bleikum engifer,2 msk púðursykur,2 msk pressaður engifer (rifinn og safinn kreistur úr honum),sletta af tabasco. 

1. Skerið tófuið í sneiðar, veltið þeim upp úr tamarisósunni, og setjið til hliðar. 

2. Hitið 2 msk af olíu á pönnu og steikið sesamfræin og tófusneiðarnar saman þar til tófusneiðarnar hafa brúnast dálítið á báðum hliðum og töluvert af sesamfræjum loðir við hverja sneið. Takið sneiðarnar þá af pönnunni.

3.Bætið afganginum af olíunni á sömu pönnu og steikið mangósneiðarnar þar til þær hafa brúnast fallega á jöðrunum. Takið þær þá af pönnunni og setjið til hliðar.

4.Setjið salatið á sömu pönnu ásamt megninu af rauðlauknum og látið velkjast í litla stund á pönnunni.

5.Útbúið sósuna með því að blanda engiferlegi, púðursykri, pressuðum engifersafa, og tabasco saman í skál.  Hellið blöndunni svo á sömu pönnu og notuð var áður. Látið sósuna hitna varlega þar til sykurinn hefur leysts upp. Skiptið salatinu á 4 diska og raðið ofan á það tófusneiðunum, mangósneiðunum, og rauðrófustrimlunum. Hellið sósunni yfir og skreytið með rauðlauk.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Þetta eru frábærir réttir hjá þér.

Jens Sigurjónsson, 20.5.2007 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband