10.5.2007 | 14:32
Mangó og tófúsalat
Eurovison, Listahátíð, kosningar: Þetta verður frábær helgi og í tilefni hennar býð ég upp á uppskrift af rauðgullnu sigursalati handa Eiríki okkar rauða.
Það er eitthvað við þetta salat sem framkallar í huganum myndir af blómsveigum, strápilsum og húlla-húlladansi. Með öðrum orðum þá er hér ómótstæðilegur hollustukostur stútfullur af fjöri og ferskleika sem þjóðin hlýtur að kjósa fram yfir allt.
425 g stíft tófú (þerrað vel og skorið í sneiðar), 2 msk tamarisósa, 4 msk ólífuolía, 2 msk sesamfræ,1 poki klettasalatsblanda, 5-6 sneiðar af niðursoðinni rauðrófu (skornar í strimla),1 mangóávöxtur (þroskaður en ekki linur, skorinn í sneiðar),1 lítill rauður laukur (skorinn í örþunna fleyga), salt og nýmalaður pipar.
Sósa:2 msk lögur af niðursoðnum bleikum engifer,2 msk púðursykur,2 msk pressaður engifer (rifinn og safinn kreistur úr honum),sletta af tabasco.
1. Skerið tófuið í sneiðar, veltið þeim upp úr tamarisósunni, og setjið til hliðar.
2. Hitið 2 msk af olíu á pönnu og steikið sesamfræin og tófusneiðarnar saman þar til tófusneiðarnar hafa brúnast dálítið á báðum hliðum og töluvert af sesamfræjum loðir við hverja sneið. Takið sneiðarnar þá af pönnunni.
3.Bætið afganginum af olíunni á sömu pönnu og steikið mangósneiðarnar þar til þær hafa brúnast fallega á jöðrunum. Takið þær þá af pönnunni og setjið til hliðar.
4.Setjið salatið á sömu pönnu ásamt megninu af rauðlauknum og látið velkjast í litla stund á pönnunni.
5.Útbúið sósuna með því að blanda engiferlegi, púðursykri, pressuðum engifersafa, og tabasco saman í skál. Hellið blöndunni svo á sömu pönnu og notuð var áður. Látið sósuna hitna varlega þar til sykurinn hefur leysts upp. Skiptið salatinu á 4 diska og raðið ofan á það tófusneiðunum, mangósneiðunum, og rauðrófustrimlunum. Hellið sósunni yfir og skreytið með rauðlauk.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.4.2007 | 23:06
Hægt eldaðir lambaskankar með jarðarberjum og myntu
Eldhústilraun 2. hluti:
4 lambaskankar
250g jarðarber
1 væn steinseljurót
2 gulrætur
2 rauðir laukar
4 skalotlaukar
lúkufylli af ferskri myntu
1 dl eplaedik
1 dl trönuberjasafi
salt og pipar
4 soðnar kartöflur
1.
Nuddið lambaskankana með eplaediki, saltið þá og piprið og komið fyrir í eldföstum potti með loki.
2.
Skerið grænmetið og jarðarberin frekar gróft og setjið í pottinn. Hellið afganginum af edikinu og trönuberjasafanum yfir, saltið og piprið ögn meira og stráið svo saxaðri myntu yfir að lokum.
3.
Setjð lokið á pottinn og bakið í 160 gráðu heitum ofni í um 6 klukkutíma. Þegar 30 mínútur eru eftir af eldunartímanum setjið þá gróft brytjaðar soðnar kartöflur út í pottinn. Áður en rétturinn er borin fram stráið þá niðurskornum jarðarberjum og ferskri myntu yfir til skrauts.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.4.2007 | 15:17
Tilraunaeldhús
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.4.2007 | 17:19
Menntaskólinn að baki ! (næstumþví )
Til hamingju! Inga, Lára, Hildur, Elsa (2 vantar á myndina) og Edda Þorgeirs sem gangið um gleðinnar dyr í dag (ekki mjög hratt, vonandi ) Turtlesbúningarnir æðislegir! Og svo er bara að setja sig í stellingarnar og takast á við prófin.
Til hamingju 6 b og árgangurinn allur. Árið 2057 munið þið eiga 50 ára stúdentsafmæli.
Vinir og fjölskylda | Breytt 28.4.2007 kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2007 | 10:43
Aprílnúðlur
Í þessum grimmasta mánuði ársins, þegar vor og vetur stríða daglega um yfirráð lofthjúpsins, getur skipt sköpum fyrir viðkvæmar verur að njóta matar sem er seðjandi bæði fyrir sál og líkama. Þessi réttur er akkúrat þannig. Ekki skiptir öllu máli hvaða fiskur eða grænmeti er notað, ef ferskri myntu og öðru kryddmeti er haldið til haga með núðlunum.
250g núðlur
300 g skötuselur
2 hvítlauksgeirar
1 rauður chili
1 tsk sykur
safi af 1/2 súraldini eða sítrónu
2 cm biti af ferskum engifer
1 búnt vorlaukur
1 gulrót
1/2 rauð paprika
2 dl frosnar grænar baunir
hnefafylli af ferskri myntu
2-3 msk ostrusósa
1.
Sjóðið eggjanúðlurnar eftir leiðbeiningum á pakka. Sigtið vatnið svo frá og skolið núðlurnar í köldu vatni.
2.
Skerið fiskinn í þumlungsstóra bita. Saxið hvítlauk og chili fínt, setjið í litla skál og hrærið sykri saman við. Hitið olíu á pönnu og steikið hvítlauksblönduna ásamt fiskbitunum í 2-3 mínútur. Takið af pönnunni , kreistið sítrónusafa yfir og setið til hliðar.
3.
Skerið grænmetið smátt og rífið engiferinn. Hitið olíu á pönnu og snöggsteikið grænmetið og engiferinn. Setjið því næst núðlurnar út á pönnuna ásamt baununum. Steikið áfram í 2-3 mínútur, setjið þá fiskinn og safann með honum útá ásamt ostrusósunni og saxaðri myntunni. Veltið öllu saman og steikið áfram í 2-3 mínútur. Setjið í skálar og njótið.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2007 | 00:46
Salat með vatnssteiktu grænmeti
2 gulrætur
2 msk graskersfræ
5 sneiðar sólþurrkaðir tómatar í olíu
1 dl vatn
salt
10 lauf fersk basilika
1-2 msk ólifuolía (bragðbætt með basiliku mjög góð)
1/2 poki klettasalatsblanda
1.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.4.2007 | 16:41
Að gera sér mat úr Zizek
Við þurfum kenningar. Voru lokaorð prófessorsins, eftir nær tveggja tíma tölu þar sem hann boðar afturhvarf til aga og fagmennsku í listum. Það eitt að brjóta reglur og ganga fram af fólki hefur engin áhrif lengur að hans dómi, en þeir sem vilja hafa áhrif með list sinni ættu frekar að beina sjónum að fjölmörgum svæðum og sviðum vestrænnar menningar sem við látum eins og séu ekki til.
(Þetta eru auðvita ekki ný vísindi. Ég man t.d. eftir kafla í Sérherbergi Virginíu Woolf (125 ára) þar sem hún hvetur listakonur til að gera akkúrat þetta.)
Engin stjórnmálastefna er lengur til sem dregur ágæti kapítalísks hagkerfis í efa. Þannig er tilvistarkreppa vinstrimanna tilkomin þegar andstöðu þeirra við kapítalismann hefur verið eytt eins og koffeini úr kaffi. Samkvæmt Zizek þá er tími til komin að fletta umbúðum af og horfast í augu við afleiðingar heimskapítalsismans. Þegar við sjáum tómleikann í afmælisveislu mesta kapítalista Íslands annarsvegar og náum að skilja á breiðum grunni fórnirnar sem færðar eru til að viðlíka veislur geti átt sér stað, þá fyrst getum við dæmt um hvort kapítalískt hagkerfi og mannúð geti haldist í hendur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.4.2007 kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.4.2007 | 12:19
Lamb með eplum og myntu
Hjónaband lambakjöts og myntu er sannkallað hamingjuband. Myntan er frískandi og létt og myndar góða andstæðu við staðgott og jarðbundið lambakjötið. Þar að auki er þetta einn allra auðveldasti veisluréttur sem hugsast getur. Hann má útbúa á 10 mínútum eftir að gestirnir eru mættir.
600 gr lamba filet, salt og pipar, blóðberg eða timian, smjör til steikingar, 11/2 stór græn epli (kjarnhreinsuð og rifin), 2 dl fersk mynta (söxuð smátt), 2 msk hvítvínsedik, 1 msk hunang
1. Útbúið myntumaukið með því að blanda rifnu eplunum og söxuðu myntunni saman við hvítvínsedik og hunang.
2. Skerið hvert filet í tvo hluta, kryddið með salti, pipar og blóðbergi. Steikið bitana á heitri pönnu, snúið pöruhliðinni niður fyrst og steikið í 2 mínútur - eða þar til paran hefur brúnast fallega. Lækkið hitann, setjið klípu af smjöri á pönnuna, og steikið bitana á hinni hliðinni við meðalhita í 5-7 mínútur, eða þar til kjötið er mátulega steikt eftir smekk hvers og eins. Saltið og piprið á báðum hliðum.
3.Berið kjötið fram á beði af myntumauki.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2007 | 15:05
Fegurð Austurlands
Öll ættin er montin af Vilborgu Egilsdóttur. Jafnt rauðsokkur sem feministar, róttækir heimspekinemar og vísindamenn með steinhjarta. Hún er klár og falleg, ákveðin og dugleg. Hún mun komast þangað sem hún vill.
Vinir og fjölskylda | Breytt 26.4.2007 kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.4.2007 | 14:19
Baklava eða Hunangshnetukonfekt
1 pk frosið fyllo deig
100g bráðið smjör
150g fínt saxaðar valhnetur
1 dl sykur
1/2 tsk kanill
1 dl sykur
1 dl fljótandi hunang
1 dl vatn
1 msk sítrónusafi
1.
Látið fyllodeigið þiðna eins og sagt er til um á pakkanum. Flettið deiginu í sundur. Smyrjið bökuform og leggið helminginn af deigþynnunum, lag fyrir lag, í botninn á forminu. Penslið hvert lag fyrir sig með bráðnu smjöri. Ef þynnurnar passa ekki í formið, brjótið þær þá til eins og þarf.
2.
Blandið hnetunum, sykri og kanil saman og stráið yfir lögin í botninum. Leggið því næst afganginn af fyllodegsþynnunum yfir hneturnar, lag fyrir lag og pennslið hvert lag eins og áður. Ef afgangur er af smjöri hellið því þá yfir efsta lagið.
3.
Skerið kökuna í tígullaga bita og bakið við 200 gráður í um 20 mínútur.
4.
Útbúið sírópið á meðan. Setjið sykur hunang og sítrónusafa í pot tog látið malla í um 20 mínútur. Kælið og hellið jafnt yfir kökuna þegar hún kemur úr ofninum.
Geimist í ískáp. Sélega ljúffengt með sætu og góðu myntutei
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)