3.4.2007 | 14:19
Baklava eða Hunangshnetukonfekt
1 pk frosið fyllo deig
100g bráðið smjör
150g fínt saxaðar valhnetur
1 dl sykur
1/2 tsk kanill
1 dl sykur
1 dl fljótandi hunang
1 dl vatn
1 msk sítrónusafi
1.
Látið fyllodeigið þiðna eins og sagt er til um á pakkanum. Flettið deiginu í sundur. Smyrjið bökuform og leggið helminginn af deigþynnunum, lag fyrir lag, í botninn á forminu. Penslið hvert lag fyrir sig með bráðnu smjöri. Ef þynnurnar passa ekki í formið, brjótið þær þá til eins og þarf.
2.
Blandið hnetunum, sykri og kanil saman og stráið yfir lögin í botninum. Leggið því næst afganginn af fyllodegsþynnunum yfir hneturnar, lag fyrir lag og pennslið hvert lag eins og áður. Ef afgangur er af smjöri hellið því þá yfir efsta lagið.
3.
Skerið kökuna í tígullaga bita og bakið við 200 gráður í um 20 mínútur.
4.
Útbúið sírópið á meðan. Setjið sykur hunang og sítrónusafa í pot tog látið malla í um 20 mínútur. Kælið og hellið jafnt yfir kökuna þegar hún kemur úr ofninum.
Geimist í ískáp. Sélega ljúffengt með sætu og góðu myntutei
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 15:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.