Kúskússalat

4brohkuskus

 Elva, vinkona mín, er frábær kokkur sem alltaf  er gaman að elda og borða með. Þetta kúskússalat  er stæling af salati sem ég fékk hjá henni í sumar. Límónubörkur, grillað grænmeti  og nokkur salatblöð gera daufgert kúskús að glæsilegum mat og frábæru meðlæti. Fyrir þá sem eru ævintýragjarnir þá er mjög gott að bæta chili í einhverju formi út í salatið.

300 g kúskús, 500 ml sjóðandi vatn,1 rauð paprika, 1 gul paprika, 1/2 rauður laukur (flysjaður og skorinn í pappírsþunna fleyga), fínt rifinn börkur af 1/2 límónu, 100 g klettasalatsblanda, salt og smjör 

1.Útbúið kúskúsið eftir leiðbeiningum á pakka. Saltið og setjið klípu af smjöri út á í lokin og hrærið í kúskúsinu með göfflum til þess að kornin loði ekki eins mikið saman.  

2.Grillið paprikurnar á heitu grilli þar til þær hafa mýkst og kolast aðeins. Látið þær kólna áður en  þær eru fræhreinsaðar og skornar í ræmur.  

3.Setjið límónubörkinn útí kúskúsið og blandið vel. Látið því næst paprikuræmurnar, laukinn og klettasalatsblönduna útá og veltið öllu léttilega saman. Frábært salat með öllum fiski og ljósu kjöti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Gunna, mikið gleður mig að sjá bloggsíðuna þína. Ætla sko að prófa uppskriftirnar þínar. Kærar kveðjur úr hitasvækjunni, Nína

Nina (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband