Ferskt túnfisksalat með engifer og lárperu

tunfiskur2

Góðir forréttir eru lystaukandi og ertandi fyrir bragðlaukana. Þeir kveikja í þannig að allur matur sem kemur á eftir rennur ljúflega niður. Þetta túnfisksalat virkar einmitt mjög vel að þessu leiti. Jafnvel tilhugsunin ein um ferskan og léttan túnfiskinn, ásamt mjúkri lárperu og engifer, kemur vatni fram í munninn.  

4-500g ferskur túnfiskur (eða frosinn), 3 msk soyasósa, 2 msk ólífuolía, 3 cm biti af engiferrót (rifin), 1 þroskuð lárpera (afhýdd og skorin í sneiðar), 1 rauður chili (fræhreinsaður og skorin í sneiðar), Klettasalat, Viskur af ferskum kóreander,  Soyasósa og límónusafi.

1.

Útbúið kryddlög úr soyasósu, rifinni engiferrót og ólífuolíu í skál. Veltið túnfisknum upp úr leginum, setjið plastfilmu yfir skálina og látið fiskinn liggja í leginum í um eina klukkustund í ískáp.

2.

Þegar túnfiskurinn er að fullu kryddleginn, hitið þá grillpönnu eða pönnu með þykkum botni og steikið hann á háum hita í um 2 mínutur á hvorri hlið. (Rétt steiktur  túnfiskur á helst að vera bleikur inn við miðju)

3.

Skerið túnfiskinn í sneiðar og setjið salatið saman. Klettasalatið neðst, þá nokkrar sneiðar af lárperu, svo 2-3 sneiðar af túnfiski. Efst er svo stráð chillisneiðum og kóreanderlaufum.Kreystið að síðustu nokkra dropa af límónusafa yfir salatið og slettið örlitlu af soyasósu yfir það líka.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ - hugmynd, ætti Lesarinn ekki að vera undir bloggvinum - eiginleg bara vegna þess að ég týni honum alltaf reglulega

ása hregg (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 14:27

2 identicon

.. og áttu ekki góða uppskrift f. kúss, kúss eða bankabigg - veit ég er ekki ólétt en er með þráláta þrá!

Ása Hregg (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 14:32

3 Smámynd: Guðrún Jóhannsdóttir

Jú, góð hugmynd! Nú er Lesarinn kominn sem linkur hér á síðuna, og kúskús uppskrif var til í handraðanum.  Njóttu vel vinkona.

Guðrún Jóhannsdóttir, 7.3.2007 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband