Hægt eldaðir lambaskankar með jarðarberjum og myntu

Lamb með jarðarberjum og myntu

 Eldhústilraun 2. hluti:

 
 
 
Þegar potturinn hafði verið í ofninum í um klukkutíma tók  sætur ilmur af berjum og kjöti og myntu að streyma um íbúðina.  Gat það verið að eitthvað sem ilmaði svo vel væri ekki gott? Eftir 5 klukkutíma eldun gægðist ég ofaní pottinn og tók þá ákvörðun að bæta fáeinum soðnum kartöflum útí, bæði til þess að gera réttinn matmeiri og lika til að þurrka upp safann sem nóg var af.  Fjórir fjölskyldumeðlimir nutu krásanna og er skemmst frá því að segja að hverri einustu örðu og flís var var sporðrennt og mikið sleikt út um og smjattað. Sem sagt algert sugsess!  

 

 
4 lambaskankar
250g jarðarber
1 væn steinseljurót
2 gulrætur
2 rauðir laukar
4 skalotlaukar
lúkufylli af ferskri myntu
1 dl eplaedik
1 dl trönuberjasafi
salt og pipar
4 soðnar kartöflur

1.
Nuddið lambaskankana með eplaediki, saltið þá og piprið og komið fyrir í eldföstum potti með loki.
2.
Skerið grænmetið og jarðarberin frekar gróft og setjið í pottinn. Hellið afganginum af edikinu og trönuberjasafanum yfir, saltið og piprið ögn meira og stráið svo saxaðri myntu yfir að lokum.
3.
Setjð lokið á  pottinn og bakið í 160 gráðu heitum ofni í um 6 klukkutíma. Þegar  30 mínútur eru eftir af eldunartímanum setjið þá gróft brytjaðar soðnar kartöflur út í pottinn. Áður en rétturinn er borin fram stráið þá niðurskornum jarðarberjum og ferskri myntu yfir til skrauts.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Takk, ég á mjög sennilega eftir að reyna að leika þetta eftir!

Vilborg Valgarðsdóttir, 27.4.2007 kl. 23:32

2 Smámynd: Saumakonan

hana.... fór útí búð áðan og fjárfesti í eplaediki en assgotinn... gleymdi trönuberjasafanum!!!   Ætla sko að prófa þessa uppskrift, vatnið rennur í munni og maður finnur liggur við lyktina bara af því að horfa á myndina!

Saumakonan, 28.4.2007 kl. 17:29

3 Smámynd: Guðrún Jóhannsdóttir

En gaman! Ég vona að allt gangi vel. Ef þú hefur ekki trönuberjasafa, þá held ég að eplasafi geri svipað gagn.

Guðrún Jóhannsdóttir, 28.4.2007 kl. 18:09

4 Smámynd: Dagmar

mmm... þetta hljómar svakalega vel  þarf endilega að prófa þetta einhverntímann!

Dagmar, 30.4.2007 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband