27.4.2007 | 23:06
Hægt eldaðir lambaskankar með jarðarberjum og myntu
Eldhústilraun 2. hluti:
4 lambaskankar
250g jarðarber
1 væn steinseljurót
2 gulrætur
2 rauðir laukar
4 skalotlaukar
lúkufylli af ferskri myntu
1 dl eplaedik
1 dl trönuberjasafi
salt og pipar
4 soðnar kartöflur
1.
Nuddið lambaskankana með eplaediki, saltið þá og piprið og komið fyrir í eldföstum potti með loki.
2.
Skerið grænmetið og jarðarberin frekar gróft og setjið í pottinn. Hellið afganginum af edikinu og trönuberjasafanum yfir, saltið og piprið ögn meira og stráið svo saxaðri myntu yfir að lokum.
3.
Setjð lokið á pottinn og bakið í 160 gráðu heitum ofni í um 6 klukkutíma. Þegar 30 mínútur eru eftir af eldunartímanum setjið þá gróft brytjaðar soðnar kartöflur út í pottinn. Áður en rétturinn er borin fram stráið þá niðurskornum jarðarberjum og ferskri myntu yfir til skrauts.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 23:19 | Facebook
Athugasemdir
Takk, ég á mjög sennilega eftir að reyna að leika þetta eftir!
Vilborg Valgarðsdóttir, 27.4.2007 kl. 23:32
hana.... fór útí búð áðan og fjárfesti í eplaediki en assgotinn... gleymdi trönuberjasafanum!!! Ætla sko að prófa þessa uppskrift, vatnið rennur í munni og maður finnur liggur við lyktina bara af því að horfa á myndina!
Saumakonan, 28.4.2007 kl. 17:29
En gaman! Ég vona að allt gangi vel. Ef þú hefur ekki trönuberjasafa, þá held ég að eplasafi geri svipað gagn.
Guðrún Jóhannsdóttir, 28.4.2007 kl. 18:09
mmm... þetta hljómar svakalega vel þarf endilega að prófa þetta einhverntímann!
Dagmar, 30.4.2007 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.