Tilraunaeldhús

DSC_0035
 
 
 
 
 
Ég er oft spurð að því hvernig uppskriftirnar mínar verði til. Hér gefst lesendum kostur á að fylgjast með tilraun úr eldhúsi Hnífs og skeiðar í beinni:
 
Hráslaginn í morgun kveikti löngun í eitthvað heitt og hægeldað. Lambaskankar, sem legið höfðu og meirnað í nokkra daga, voru til í ísskápnum og kölluðu á notkun. Við hliðina á þeim í skápnum voru yndislega þrútin og falleg, spænsk jarðarber, það ferskasta sem fékkst í grænmetisdeild Bónus í gær. Aldrei var ætlunin að nota þessi tvö hráefni saman en sem ég horfi í aðdáun á berin slær þeirri hugsun niður að lambakjöt og ávaxtasulta séu nú aldeilis margreynd, fyrirtaks samsetning. Hvers vegna ekki að prófa að hægelda dásemdirnar saman? Sætuna nauðsynlegu ætla ég að reyna ná fram með lauk, gulrótum og steinseljurót sem líka gefa fallegan lit og áferð. Salt auðvitað og pipar. Var að hugsa um að krydda með blóðbergi en þar sem það var allt uppurið tek ég ferska myntu úr skápnum og strái yfir. Eftirá að hyggja er hún miklu meira spennandi kostur en blóðbergið. Væti aðeins í með eplaediki og ávaxtasafa. Loka leirpottinum góða og set í 160 gráðu heitan ofninn. Nú ætla ég að leyfa kjöti, berjum, rótum, lauk og kryddi að hitna í ró og næði, losa um safa sína og mingla í um 6 klukkutíma í von um að úr verði yndislegt harmoný.  Verður rétturinn of súr? Ekki nógu fallegur? Hvað heldur þú?
 
Svörin við þessum æsispennandi spurningum verða ljós eftir nokkra klukkutíma.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Eggertsson

Skrif þín í bloggheimum eru þau gómsætustu þar í heimi - og ilmurinn sem mér finnst ég finna, nær yfir í heim okkar dauðlegu manna.

Miðað við efnistök í þessum pistli, ættirðu að skrifa sakamálasögu í anda Kvenspæjarans, t.d. - bara svona að stinga þessu að þér!

Viðar Eggertsson, 27.4.2007 kl. 16:43

2 Smámynd: Anna Theodóra Rögnvaldsdóttir

Listilega grillaðar lambalundir (með fitu), brakandi ferskt grænt salad og e.t.v. bakaðar kartöflur svíkja aldrei (t.d. þegar maður er með útlendinga í mat) en ég er eiginlega hrifnari af hinum óæðri hlutum skepnunnar (les: seigari) eins og skönkum sem þurfa helst hægsuðu eða moðsuðu og er hægt að gera endalausar tilraunir með. En þetta er matur sem á best við á veturna eða þegar kalt er í veðri. Mér líst vel á þetta samspil þitt en á erfitt með að ímynda mér hvernig þetta kemur til með að líta út (þú nefnir það til dæmis ekki hvernig þú skarst grænmetið -- smátt eða gróft).

PS: Hvað er steinseljurót? Áttu við sellerírót? 

Anna Theodóra Rögnvaldsdóttir, 27.4.2007 kl. 17:58

3 Smámynd: Saumakonan

rambaði inn á þetta blogg af rælni og úffff það vatnaðist í munn hér     Verst að ég er í átaki svo vatnið verður að duga í staðinn fyrir að apa eftir hehehe    Er með barn með mjólkurprótínsofnæmi svo ef þú lumar á einhverjum góðum soya eða  hrísmjólkur uppskriftum yrðu þær vel þegnar

Saumakonan, 27.4.2007 kl. 18:14

4 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Þetta virðist dásamleg uppskrift og ótrúlega spennandi fyrir okkur hin að setja þetta svona fram. Ég vona að þú farir að verða búin að jafna þig eftir matinn, svona nóg til þess að upplýsa okkur um árangurinn

Vilborg Valgarðsdóttir, 27.4.2007 kl. 20:21

5 Smámynd: Guðrún Jóhannsdóttir

Hver veit Viddi, kannski það. Takk fyrir hrósið það er ljúft og sætt.   

Anna, steinseljurót er ljós á lit og í laginu eins og gulrót nema breiðari í annan endann. Ég hef fengið hana í Hagkaupum og Farðarkaupum. Dálítið dýr miðað við rótarávexti almennt, kostar um 125 kr stykkið. Heitir parsnip á ensku.

Guðrún Jóhannsdóttir, 27.4.2007 kl. 22:50

6 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Þetta er akkúrat það sem vantar.  Takk fyrir.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 27.4.2007 kl. 23:26

7 identicon

lambaskankar með jarðarberjum og myntu hljóma mjög vel og það hlýtur að vera í lagi að yfirfæra uppskriftina á lambalæri?? Sitjum uppi með tvö í frystinum (eftir heimsókn íslenska matsalans hér í borg) sem við þurfum nauðsynlega að losna við til hafa pláss fyrir klakana

Bestu kveðjur til þín og þinns, Anna Magga

Anna Margrét Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband