Lamb með eplum og myntu

Lamb með eplum og myntu

Hjónaband lambakjöts og myntu er sannkallað hamingjuband. Myntan er frískandi og létt og myndar góða andstæðu við staðgott og jarðbundið lambakjötið. Þar að auki er þetta einn allra auðveldasti veisluréttur sem hugsast getur. Hann má útbúa á 10 mínútum eftir að gestirnir eru mættir. 

600 gr lamba filet, salt og pipar, blóðberg eða timian, smjör til steikingar, 11/2 stór græn epli (kjarnhreinsuð og rifin), 2 dl fersk mynta (söxuð smátt), 2 msk hvítvínsedik, 1 msk hunang 

1. Útbúið myntumaukið með því að blanda rifnu eplunum og söxuðu myntunni saman við hvítvínsedik og hunang. 

2. Skerið hvert filet í tvo hluta, kryddið með salti, pipar og blóðbergi. Steikið bitana á heitri pönnu, snúið pöruhliðinni niður fyrst og steikið í 2 mínútur - eða þar til paran hefur brúnast fallega. Lækkið hitann, setjið klípu af smjöri á pönnuna, og steikið bitana á hinni hliðinni við meðalhita í 5-7 mínútur, eða þar til kjötið er mátulega steikt eftir smekk hvers og eins. Saltið og piprið á báðum hliðum. 

3.Berið kjötið fram á beði af myntumauki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband