26.2.2007 | 12:37
Fæði og fjör
Tók þátt í Fæði og fjör hátíðinni í gærkvöldi og borðaði með fríðu föruneyti á Sjávarkjallaranum.
Það er óhætt að fullyrða að matur gestakokksins, Wikram Garg, hafi verið útbúin af gargandi snilld!
Sérstaklega var aðalrétturinn: Lambatvenna "Two ways" Tandoori lamba "lollipop", linsubaunir, mojito sósa, lamb með pistasíuhjúp, mintudjús. himnesk matarupplifun sem setti alla við borðið í hálfgerðan trans.
Mojito sósan, fengum við uppgefið , er útbúin þannig að mynta, chili,sítrónugras og líme eru látin malla í sykurlegi sem síðan er síjaður. Tandori kryddið, lambið og mojito, hvílík blanda! Enda ku þessi réttur hafa unnið keppnina um besta aðalréttinn.
Frábær hátíð, það er vel þess virði að sleppa því að fara út að borða allt árið og fara í staðinn öll kvöldin á Food and fun. Kannski geri ég það næsta ár. Ég er strax farin að hlakka til.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 14:59 | Facebook
Athugasemdir
Takk saa meget mín kæra,
Mac er ekki góður til bloggs, en ég hef aðgang að pc líka þannig að ég þarf bara að sætta mig við að geta ekki bloggað í eldhúsinu.
Guðrún Jóhannsdóttir, 27.2.2007 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.