Bloggað "Til hnifs og skeiðar"

Jæja, þá er komið að því að bloggsíða "Til hnífs og skeiðar" líti dagsins ljós en bloggsíðan heitir í höfuðið á samnefndum matarpistli sem hefur birst vikulega í Fréttablaðinu, með hléum, allt frá september 2003.

Í nóvember 2006 komu tvær matreiðslubækur út hjá bókaforlaginu Sölku eftir undirritaða og von er á fleiri bókum seinna á þessu ári. Bækurnar sem út eru komnar heita Hollt og ódýrt og Hollt og fljótlegt.

Hér á þessari síðu verður mér fátt óviðkomandi. Ég ætla að fjalla um mat og uppskriftir og birta myndir af réttunum og vonandi mörgu öðru sem á vegi mínum verður og vekur áhuga minn á einhvern hátt. Ég er amatör á þessum sviðum: Matreiðslu, ljósmyndun, bloggi, allt eru þetta verk sem ég bauka við svo til hjálparlaust, prófa mig áfram, læri af mistökum. Virðið því viljann fyrir verkið.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband